Fannst látinn á heimsleikunum

Íþróttamaður að sundi. Myndin úr safni.
Íþróttamaður að sundi. Myndin úr safni. AFP/Franck Fife

Keppandi á heimsleikunum í Crossfit drukknaði er hann keppti í 800 metra sundi í dag. Leikarnir eru haldnir í Texas-ríki.

Í tilkynningu frá heimsleikunum er hinn látni ekki nafngreindur.

Vitað er að keppandinn Laz­ar Ðukic skilaði sér ekki úr fyrstu keppn­is­grein­inni í dag sem var 5,6 kíló­metra hlaup og 800 metra sund und­ir ber­um himni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert