Donald Trump, forsetaframbjóðandi repúblikana, segist hafa samþykkt að mæta Kamölu Harris, forsetaframbjóðanda demókrata, þrisvar í kappræðum í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum.
Þetta sagði hann á blaðamannafundi á Mar-a-Lago, setri sínu í Flórídaríki, í dag. CNN greinir frá.
„Mér finnst mjög mikilvægt að hafa kappræður,“ sagði Trump.
Segir hann að kappræðurnar fari fram á Fox 4. september, á NBC 10. september og á ABC 25. september.
Trump og Harris hafa þrætt um fyrirhugaðar kappræður. Harris hefur meðal annars sagt Trump vera hræddan við að mæta sér.