Hefur samþykkt að mæta Harris þrisvar sinnum

Trump hélt blaðamannafund í dag.
Trump hélt blaðamannafund í dag. AFP/Joe Raedle

Donald Trump, for­setafram­bjóðandi re­públi­kana, segist hafa samþykkt að mæta Kamölu Harris, forsetaframbjóðanda demókrata, þrisvar í kappræðum í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum. 

Þetta sagði hann á blaðamannafundi á Mar-a-Lago, setri sínu í Flórídaríki, í dag. CNN greinir frá.

Kappræðurnar mikilvægar

„Mér finnst mjög mikilvægt að hafa kappræður,“ sagði Trump.

Segir hann að kappræðurnar fari fram á Fox 4. september, á NBC 10. september og á ABC 25. september.

Trump og Harris hafa þrætt um fyrirhugaðar kappræður. Harris hefur meðal annars sagt Trump vera hræddan við að mæta sér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert