Maður drepinn í skotárás í Kaupmannahöfn

Einn lést í árásinni.
Einn lést í árásinni. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

43 ára gamall karlmaður var skotinn til bana síðdegis í dag í Nørrebro-hverfinu í Kaupmannahöfn. Einnig særðist 42 ára gömul kona í árásinni. Hún var flutt á sjúkrahús en er ekki í lífshættu. Bæði eru þau danskir ríkisborgarar.

Danska ríkisútvarpið greinir frá.

Lögregla er með mikinn viðbúnað á svæðinu. Árásin var framin á svæði þar sem þekkt glæpagengi í Kaupmannahöfn hefur sest að.

Lögregla útilokar ekki að árásin tengist umræddu glæpagengi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert