Telja keppanda hafa drukknað á heimsleikunum

Íþróttamaður á sundi. Mynd úr safni.
Íþróttamaður á sundi. Mynd úr safni. AFP

Einn keppandi á heimsleikunum í Crossfit í Texas skilaði sér ekki úr fyrstu keppnisgreininni í dag sem var 5,6 kílómetra hlaup og 800 metra sund undir berum himni.

Maðurinn heitir Lazar Ðukic, frá Serbíu, og er einn af bestu Crossfit-keppendum heims.

Síðast sást til hans á vefmyndavél þar sem hann átti 100 metra eftir af sundinu. 

Lögreglan, leitar- og björgunarsveitir eru á vettvangi að leita að honum og virðast hafa fundið lík í vatninu en ekki hefur verið staðfest hvort um sé að ræða Lazar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert