Bandarísk yfirvöld veittu austurrískum yfirvöldum upplýsingar um mögulega hryðjuverkaógn í aðdraganda tónleika Taylor Swift sem átti að halda í Vín í Austurríki um helgina.
Talsmaður þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna sagði við blaðamenn í dag að þau vinni náið með samstarfsaðilum um allan heim til að fylgjast með mögulegum ógnum.
„Sem hluti af þeirri vinnu deildu Bandaríkin upplýsingum með austurrísku samstarfsaðilum sínum um mögulega hryðjuverkaógn á tónleikum Taylor Swift í Vín.“
Á miðvikudag var 19 ára karlmaður handtekinn grunaður um að hafa ætlað að fremja hryðjuverk á tónleikunum. Lögreglan í Vín sagði að hinn grunaði tengist hryðjuverkasamtökum kenndum við íslamska ríkið.
Yfirmaður austurrísku leyniþjónustunnar sagði manninn hafa ætlað að drepa sig og fjölda annarra á tónleikunum.
Í kjölfarið aflýsti Swift öllum tónleikunum en til stóð að halda þrjá tónleika í Vín.