Flugvél með 62 um borð hrapaði yfir borg í São Paulo-ríki í Brasilíu síðdegis að íslenskum tíma.
Forseti landsins, Luiz Inacio Lula da Silva, sagði á ótilgreindum viðburði að svo virtist sem að allir um borð hefðu látist, að því er miðlarnir CNN og AP greina frá.
Flugvélin var að fljúga frá Cascavel í suðurhluta Parana-ríkis til alþjóðaflugvallarins í São Paulo. Hún var á vegum brasilíska flugfélagsins VoePass.
Félagið hefur gefið frá sér tilkynningu þar sem það staðfestir að vélin hafi hrapað. Ekki er vitað hvað orsakaði slysið.
Uppfært: