Flugvélin hrapaði í íbúðahverfi

Flugvélin brotlenti í íbúðahverfi í Brasilíu.
Flugvélin brotlenti í íbúðahverfi í Brasilíu. Skjáskot

Farþegaflugvél sem hrapaði í Brasilíu síðdegis í dag virðist hafa hrapað yfir íbúðahverfi í borginni Vinhedo í São Pau­lo-ríki.

Slökkviliðsmenn, herlögregla og almannavarnayfirvöld í Brasilíu eru á slysstað.

Ekki hefur verið staðfest hversu margir létu lífið eða slösuðust en forseti landsins, Luiz Inacio Lula da Silva, hefur sagt að svo virðist sem allir um borð hafi látist, eða 62 talsins.

Flugvélin var að fljúga frá Cascavel í suðurhluta Parana-ríkis til alþjóðaflugvallarins í São Pau­lo. Ekki er vitað hvað orsakaði slysið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert