Dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn tugum hunda

Britton var þekktur krókódílasérfræðingur og sinnti verkefnum fyrir bæði BBC …
Britton var þekktur krókódílasérfræðingur og sinnti verkefnum fyrir bæði BBC og National Geographic. AFP/Pablo Porciuncula

Á dögunum var Bretinn Adam Britton, sem eitt sinn var virtur krókódílasérfræðingur, dæmdur í meira en 10 ára fangelsi í Ástralíu fyrir að beita hunda kynferðislegu ofbeldi og fleiri brot.

Britton sem er 53 ára játaði að hafa framið 63 brot í tengslum við dýraníð, það að hafa átt kynmök við dýr og að hafa barnaklám í vörslum sínum.

Í dómsuppkvaðningu yfir Britton á fimmtudaginn lýsti dómarinn verkunum sem „ósegjanlegum“ og „gróteskum“.

Lofaði góðu heimili

Ástralska ríkisútvarpið ABC sagði frá því að Britton hafi eignast 42 hunda á netinu á árunum 2020 til 2022 og lofað eigendum þeirra að hann myndi gefa þeim „gott heimili“.

Þess í stað tók Britton sig upp þegar hann nauðgaði og drap hundana í flutningagámi á lóð sinni.

Myndbandsupptökunum var síðar deilt á samfélagsmiðlinum Telegram og var Britton handtekinn 2022.

Má ekki eiga spendýr framar

Britton sem er fæddur í Bretlandi er þekktur krókódílasérfræðingur í Ástralíu og vann að nokkrum verkefnum fyrir bæði breska ríkisútvarpið BBC og National Geographic.

Hann mun geta sótt um reynslulausn í apríl árið 2028 en í dómnum kom einnig fram að hann megi ekki eiga spendýr til æviloka.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert