Eldur logar í kjarnorkuverinu Saporisjía, sem er stærsta kjarnorkuver Evrópu.
Frá þessu greinir Volodimír Selenski Úkraínuforseti á miðlinum X.
Selenskí skrifar að rússneskir hermenn hafi kveikt eld við kjarnorkuverið og að geislun sé enn innan eðlilegra marka.
„Á meðan rússnesku hryðjuverkamennirnir halda yfirráðum yfir kjarnorkuverinu er ástandið þó ekki og getur ekki verið eðlilegt,“ ritar Selenskí.
Hann segir að frá því að Rússar náðu yfirráðum yfir kjarnorkuverinu hafi þeir notað það til að kúga Úkraínu, Evrópu og heiminn allan.
Enerhodar. We have recorded from Nikopol that the Russian occupiers have started a fire on the territory of the Zaporizhzhia Nuclear Power Plant.
— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) August 11, 2024
Currently, radiation levels are within norm. However, as long as the Russian terrorists maintain control over the nuclear plant, the… pic.twitter.com/TQUi3BJg4J
Alþjóðakjarnorkumálastofnunin segir í færslu á X að sérfræðingar stofnunarinnar hafi orðið varir við mikinn dökkan reyk frá norðursvæði Saporisjía.
Sérfræðingarnir heyrðu margar sprengingar í kvöld og fengu ábendingu um meinta drónaárás á einn kæliturninn sem er á svæðinu.
Að lokum segir í færslunni að ekki sé búið að tilkynna um að þetta hafi haft áhrif á kjarnorkuöryggi.
IAEA experts witnessed strong dark smoke coming from ZNPP’s northern area following multiple explosions heard in the evening. Team was told by ZNPP of an alleged drone attack today on one of the cooling towers located at the site. No impact has been reported for nuclear safety. pic.twitter.com/pZ0VGRZtbf
— IAEA - International Atomic Energy Agency ⚛️ (@iaeaorg) August 11, 2024
Uppfært: