Jarðskjálfti reið yfir Los Angeles

Skjálftinn átti upptök sín í Highland Park-hverfinu.
Skjálftinn átti upptök sín í Highland Park-hverfinu. Ljósmynd/Unsplash

Jarðskjálfti reið yfir frá Los Angeles-borg til San Diego-borgar í dag. Skjálftinn var 4,4 að stærð.

AP-fréttastofan greinir frá.

Kemur fram að byggingar hafi sveiflast til og frá, leirtau hafi farið á hreyfingu og öryggiskerfi bíla hafi farið af stað en engar stærri skemmdir hafi orðið. Sömuleiðis hafi engin slys á fólki verið tilkynnt enn.

Þá hafi ekki verið búist við flóðbylgju í kjölfar skjálftans.

Upptök skjálftans voru í Higland Park-hverfinu í Los Angeles á um 12 kílómetra dýpi.

Þó að litlar skemmdir hafi orðið vegna skjálftans og fólk virðist hafa sloppið með skrekkinn truflaði skjálftinn til dæmis sjónvarpsútsendingar og skólar voru rýmdir til öryggis.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert