Kona og barn stungin í miðborg Lundúna

Konan og barnið voru stungin á Leicester-torgi.
Konan og barnið voru stungin á Leicester-torgi. AFP

Ellefu ára gömul stúlka og 34 ára gömul kona voru stungnar á Leicester-torginu í Lundúnum fyrr í dag.

Lögreglan í Westminster greinir frá þessu.

Þar segir að einn maður hafi verið tekinn höndum og hnepptur í varðhald.

Breska ríkisútvarpið BBC segir að búið sé að flytja þær á sjúkrahús en að ekki sé meira vitað um ástand þeirra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert