Segja að maðurinn sé Íri

Maðurinn umræddi.
Maðurinn umræddi. Skjáskot/Youtube/The Pattaya News

Taílenska fjölmiðla greinir á um hvort að maðurinn sem lenti í slagsmálum við leigubílstjóra sinn í Pattaya í Taílandi sé Íslendingur eða Íri.

mbl.is greindi í morgun frá atvikinu eftir frétt Bangkok Post, þar sem maðurinn er sagður vera Íslendingur. Þar kom fram að hann hafi einungis gefið upp nafnið Paul.

Pattaya MailThai News og Pattaya One News segja einnig að maðurinn sé frá Íslandi.

Pattaya News segja aftur á móti að það hafi verið á misskilningi byggt og segjast hafa það staðfest að maðurinn sé frá Írlandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert