Einn látinn í gróðureldunum á Grikklandi

Meira en 700 slökkviliðsmenn hafa tekið þátt í aðgerðunum.
Meira en 700 slökkviliðsmenn hafa tekið þátt í aðgerðunum. AFP

Einn er látinn í gróðureldunum sem geisað hafa í úthverfum Aþenu á Grikklandi síðan á sunnudag. 

BBC greinir frá.

Líkið fannst inni í brunnu verslunarhúsnæði í bænum Vrilissa og er talið að um lík af konu sé að ræða. 

Þúsundum manna hefur verið gert að yfirgefa heimili sín í minnst átta bæjarfélögum nærri Aþenu, almannavarnaviðbragð Evrópusambandsins hefur verið virkjað og meira en sjö hundruð slökkviliðsmenn taka þátt í aðgerðunum.

Eld­arn­ir ná yfir meira en 30 kíló­metra langt belti og sums staðar teygja eld­tung­urn­ar sig í 25 metra hæð. Slökkvilið frá Ítal­íu, Tékklandi, Frakklandi og Rúm­en­íu munu aðstoða yf­ir­völd í Grikklandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert