Falla frá árásum gegn „réttlátum friði“

Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir Úkraínumenn mega vænta viðbragða vegna árásanna.
Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir Úkraínumenn mega vænta viðbragða vegna árásanna. AFP

Því fyrr sem Rússland samþykkir „réttlátan frið“ því fyrr mun árásum Úkraínumanna á Rússa linna.

Þetta sagði Georgí Tikhí, talsmaður úkraínska utanríkisráðuneytisins, á blaðamannafundi í dag.

Rúm vika er liðin síðan Úkraínumenn hófu sóknaraðgerðir sínar inn í Kúrskhérað Rússlands.

Segir Úkraínumenn vilja bæta samningsstöðu sína

Vladimír Pútín Rússlandsforseti skipaði í fyrradag rússneska hernum að „sparka óvininum“ frá landsvæðum Rússlands.

Ekki hefur legið fyrir hvert markmið Úkraínumanna hefur nákvæmlega verið með árásunum og hefur Pútín sagt þá vilja bæta samningsstöðu sína fyrir hugsanlegar friðarviðræður. Þær virðast þó ekki vera á dagskrá.

„Óvinurinn mun án nokkurs vafa fá verðskulduð viðbrögð, og það er enginn vafi á að við munum ná öllum okkar markmiðum,“ sagði Pútín á fundi með embættismönnum og héraðsstjórum nokkurra héraða Rússlands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert