Gosið á Íslandi veldur mengun á Madeira

Nýjasta eldgosið á Reykjanesskaga hefur ekki aðeins staðbundin áhrif.
Nýjasta eldgosið á Reykjanesskaga hefur ekki aðeins staðbundin áhrif. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Portúgalskir fjölmiðlar greina frá því að há gildi brennisteinsmengunar muni mælast á eyjunni Madeira í Atlantshafi í dag og á morgun, en rekja má mengunina til eldgossins á Reykjanesskaga.

Bent er á í umfjöllun miðilsins JM að mengunin geti hindrað öndun auk þess sem hún getur ert augu, nef og háls. 

Madeiraeyjar eru lítill eyjaklasi um 520 km undan vesturströnd Norður-Afríku og um 400 km norður af Kanaríeyjum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert