„Þurfum á nýrri orku að halda“

Selenskí Úkraínuforseti.
Selenskí Úkraínuforseti. AFP/Sergei Chuzavkov

Volodimír Selenskí Úkraínuforseti segir að ríkisstjórn hans þurfi á „nýrri orku“ að halda.

Mikil uppstokkun hefur verið á ríkisstjórn hans og meðal annars sagði utanríkisráðherrann Dmítró Kúleba af sér embætti í morgun.

„Við þurfum á nýrri orku á halda. Og þessi skref tengjast því að styrkja ríkið okkar á ýmsum sviðum,“ sagði Selenski aðspurður.

„Ég er mjög þakklátur ráðherrunum og allri ríkisstjórninni sem hefur starfað í þágu Úkraínu og fyrir Úkraínumenn í fjögur og hálft ár og einhverjir þeirra hafa verið ráðherrar í fimm ár,“ bætti hann við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert