Leiðrétta þarf „sögulegt óréttlæti“ í garð Afríku

Antonio Guterres.
Antonio Guterres. AFP/Valentino Dariell De Sousa

Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði leiðtogum Afríku í morgun að leiðrétta þyrfti „sögulegt óréttlæti” gagnvart heimsálfunni. Hann lagði til að Afríka ætti varanlegt sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna.

Guterres og yfir 50 leiðtogar Afríkuríkja eru viðstaddir ráðstefnuna Kína-Afríka sem fram fer í þessari viku.

Gutterres sagði í ræðu sinni tímabært að leiðrétta „sögulegt óréttlæti” í garð heimsálfunnar.

„Það er svívirðilegt…að meginland Afríku eigi ekki enn þann dag í dag varanlegt sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna,“ sagði Guterres og bætti við að mörg Afríkuríki væru skuldum vafin og ættu erfitt uppdráttar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert