Skutu byssumann til bana í Munchen

Þýskir lögreglumenn að störfum.
Þýskir lögreglumenn að störfum. AFP/Ralf Hirschberger

Þýska lögreglan skaut í morgun til bana byssumann skammt frá ræðismannsskrifstofu Ísraels í borginni Munchen.

Búið er að girða af svæðið í kringum Karolinen-torg. Safn sem hefur að geyma sögu nasista er einnig í nágrenninu. 

Að sögn lögreglunnar bendir ekkert til þess að maðurinn hafi átt vitorðsmenn. Ekki er ljóst hvað honum gekk til. 

Þýskir fjölmiðlar greindu frá því að atvikið hefði gerist nákvæmlega 52 árum eftir að palestínskir vígamenn drápu ísraelska íþróttamenn á Ólympíuleikunum í Munchen árið 1972.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert