Fá 36 milljarða stuðning frá Bandaríkjunum

Lloyd Austin og Selenskí í Þýskalandi í morgun.
Lloyd Austin og Selenskí í Þýskalandi í morgun. AFP/Daneil Roland

Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir að stjórnvöld í landinu ætli að útvega 250 milljónir dala, eða um 36 milljarða króna, í aukna hernaðaraðstoð til Úkraínu.

Rússneskar hersveitir hafa sótt í sig veðrið í austurhluta Úkraínu, auk þess sem loftárásir Rússa hafa valdið miklum usla í úkraínskum borgum.

Vill nota langdrægar eldflaugar

Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, hvatti í morgun bandalagsríki til að útvega landinu „fleiri vopn til að flæma rússneskar hersveitir í burtu frá landinu okkar“.

Á fundi í Þýskalandi, þar sem Lloyd Austin var á meðal fundargesta, bað Selenskí einnig um leyfi fyrir Úkraínu að nota langdrægar eldflaugar frá Vesturlöndum til að skjóta á ákveðin skotmörk í Rússlandi.

„Við þurfum að geta notað þessi langdrægu vopn, ekki bara á svæðum sem hafa verið hernumin í Úkraínu heldur einnig á rússnesku landsvæði,“ sagði Selenskí.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka