Ung kona skotin til bana á Vesturbakkanum

Ísraelskt herlið er sagt hafa skotið Eygi.
Ísraelskt herlið er sagt hafa skotið Eygi. AFP/Ahmad Gharabli

Ung tyrknesk-bandarísk kona að nafni Aysenur Ezgi Eygi var skotin til baka á Vesturbakkanum í dag þar sem hún mótmælti landtökubyggðum Ísraelsmanna á svæðinu.

Á meðan tyrknesk yfirvöld fordæma dauða konunnar hafa Bandaríkin talað um hann sem „sorglegan“ atburð og kallað eftir því að ísraelsk yfirvöld rannsaki málið.

Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna hefur gefið út að ísraelskt herlið hafi skotið Eygi og tyrknesk yfirvöld sömuleiðis. Bandaríkin hafa aftur á móti ekki viljað kenna neinum um.

Tók þátt í friðsamlegum mótmælum

Atvikið átti sér stað þegar ísraelskir hermenn voru á útleið úr borginni Jenin á Vesturbakkanum þar sem þeir hafa herjað mannskæðar árásir síðustu daga. Árásirnar eru hluti af víðtækum hernaðaraðgerðum Ísraels gegn Hamas-samtökunum en þær hafa vakið harða gagnrýni innan alþjóðasamfélagsins. 

Sameinuðu þjóðirnar sögðu í tilkynningu að Eygi, sem var 26 ára gömul, hefði verið þátttakandi í „friðsamlegum mótmælaaðgerðum gegn landnemabyggðum“ í Beita sem haldnar eru í hverri viku en landnemabyggðir Ísraela á Vesturbakkanum, þar sem um 490.000 manns búa, eru ólöglegar samkvæmt alþjóðalögum.

Eygi var flutt á Rafidia sjúkrahúsið í Nablus á Vesturbakkanum „með byssuskot í höfði“ en var skömmu síðar úrskurðuð látin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert