70 ungmenni ófundin eftir eldsvoðann

Foreldrar bíða eftir fregnum af börnum sínum eftir eldsvoðann.
Foreldrar bíða eftir fregnum af börnum sínum eftir eldsvoðann. AFP

70 ungmenni eru enn ófundin eftir eldsvoða á heimavist grunnskólabarna í mið-Nyeri-sýslu í Kenía í gær þar sem 17 drengir fórust.

Hafin er rannsókn á eldsvoðanum en eldurinn breiddist út um herbergi þar sem rúmlega 150 drengir á aldrinum 9-13 ára sváfu.

Fjölskyldur bíða á milli vonar og ótta eftir að fá fregnir af ástvinum sínum en óljóst er um upptök eldsvoðans.

William Ruto forseti Kenía hefur lýsti yfir þriggja daga þjóðarsorg frá og með mánudegi eftir það sem hann lýsti sem „óskiljanlegum harmleik“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert