Maður myrti maka sinn og börn þeirra, fimm og 22 mánaða, í franska smábænum Mormant sem er staðsettur 60 kílómetrum suðaustur af París.
Maðurinn var handtekinn snemma í morgun þegar eftir að hann réðst á vegfarendur. Eftir að árásarmaðurinn var handtekinn sagðist hafa myrt eiginkonu sína og tvö börn þeirra. Einn vegfarandi særðist á handlegg og annar á hálsi, en meiðsl þeirra voru ekki lífshættuleg.
Á heimili mannsins fann lögreglan lík maka hans og barnanna tveggja. Jean-Michel Bourles ríkissaksóknar segir við AFP-fréttaveituna að maðurinn hafi átt við geðsjúkdóm að stríða en hann var fluttur á sjúkrahús þar sem ástand hans var kannað. Bourles sagði að maðurinn ætti ekki sakaferil að baki.
Að meðaltali er kona drepin á þriggja daga fresti í Frakklandi. Samkvæmt franska dómsmálaráðuneytinu voru 94 konur myrtar af maka sínum eða fyrrverandi maka í Frakklandi árið 2023, samanborið við 118 árið 2022.