17 ára drengur stunginn til bana

Sautján ára drengur lést af völdum hnífstungu sem hann varð …
Sautján ára drengur lést af völdum hnífstungu sem hann varð fyrir í Kaupmannahöfn í nótt. AFP

Sautján ára drengur lést af völdum hnífstungu sem hann varð fyrir í Kaupmannahöfn í nótt.

Frá þessu greinir lögreglan í Kaupmannahöfn á samfélagsmiðlinum X en lögreglunni barst tilkynning um hnífstungu klukkan 2.24 í nótt að dönskum tíma.

Enginn er grunaður um verknaðinn að svo stöddu að sögn lögreglu en nánustu aðstandendum hefur verið tilkynnt um málið.

„Við höldum áfram að rannsaka málið gríðarlega og erum enn til staðar á vettvangi glæpsins, þess vegna verða víggirðingar enn um stund. Núna getum við hvorki staðfest né neitað hvort málið tengist klíku, en það er hluti af rannsókninni,“ segir lögreglan á X.

 

 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert