Leggja aukið gjald á farþega skemmtiferðarskipa

Gríska eyjan Santorini.
Gríska eyjan Santorini. AFP

Kyriakos Mitsotakis, forsætisráðherra Grikklands, tilkynnti í dag að 20 evrur, rúmlega 3000 þúsund krónur, verði lagt á farþega skemmtiferðaskipa sem heimsækja hinar vinsælu eyjar Mykonos og Santorini.

Ferðamannaeyjan Santorini með eldfjallaöskjunni er uppáhalds viðkomustaður skemmtisiglinga, með sjóbláum kirkjuhvelfingum og heimsfrægu sólsetri.

Spurður um offerðamennsku segir Mitsotakis að Grikkland eigi við vandamál að stríða á ákveðnum áfangastöðum sumar vikur eða mánuði ársins hvað varðar ferðaþjónustu.

„Siglingaiðnaðurinn hefur sett álag á Santorini og Mykonos, þannig að gjaldið verður 20 evrur,“ segir forsætisráðherrann.

Metfjöldi sótti Grikkland heim á síðasta ári en 32,7 milljónir ferðamanna komu til landsins og af þeim fóru 3,4 milljónir manna, eða einn af hverjum tíu, til Santorini.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert