Leita manns eftir skotárás

Lögreglan á vettvangi.
Lögreglan á vettvangi. AFP

Skotið var á fimm manns við þjóðveg sem liggur um Laurel-sýslu í Kentucky-fylki í Bandaríkjunum í gærkvöld.

Lögreglan leitar skotárásarmannsins sem er talinn hættulegur. Randall Weddle, borgarstjóri í London í Kentucky, sagði við fjölmiðla að auk hinna særðu hefur nokkrir slasast í bílslysi af völdum skotárásarinnar.

Hinn grunaði skotmaður hóf skothríð frá skóglendi utan við þjóðveginn að sögn Weddle en lögreglan hvatti almenning til að halda sig innandyra þar til frekari upplýsingar lægju fyrir.

Árásin í gærkvöld kemur í kjölfar skotárásar í skóla í Georgíu þar sem tveir nemendur og tveir kennarar létu lífið. 14 ára drengur hefur verið ákærður fyrir morð og faðir hans, sem sagður er hafa keypt byssuna fyrir son sinn, er ákærður fyrir manndráp af gáleysi og annars stigs morðs.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert