Rússneskur árásardróni hrapaði í Lettlandi

AFP/Gints Ivuskans

Árásardróni rússneska hersins hrapaði í austurhluta Lettlands í gær. Þetta tilkynnir Edgars Rinkēvičs, forseti landsins á X.

Rinkēvičs segir rannsókn hafna á atvikinu. Hann segir atvikum sem þessum hafa fjölgað í eystri ríkjum Atlantshafsbandalagsins, Lettar séu í góðu sambandi við sína bandamenn og að mál sem þessi þurfi að skoða í góðri samvinnu.

Edgars Rinkēvičs, forseti Lettlands.
Edgars Rinkēvičs, forseti Lettlands. AFP/Brendan Smialowski
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert