Skotmaðurinn frá Jórdaníu

Mennirnir höfðu hvorki tengsl við ísraelsku lögregluna né ísraelska herinn …
Mennirnir höfðu hvorki tengsl við ísraelsku lögregluna né ísraelska herinn að sögn yfirvalda í Ísrael. AFP/Ahmad Gharabli

Maðurinn, sem ók vörubíl yfir landamæri Jórdaníu og Ísraels og varð þremur að bana í skotárás, jórdanskur þegn. Þetta kom fram í tilkynningu frá innanríkisráðuneyti Jórdaníu.

Í tilkynningunni segir að maðurinn hafi heitið Maher Diab Hussein al-Jazi, en hann var skotinn til bana í hríðinni.

Ísraelsmenn lokuðu þremur landamærastöðvum við Jórdaníu í kjölfar árásarinnar. Sami abu Zuhri talsmaður Hamas fagnaði árásinni og sagði hana svar við sókn Ísraela inn á Gasa.

Höfðu hvorki tengsl við lögreglu né herinn

Mennirnir sem féllu í skotárás Jazi voru ísraelskir borgarar sem unnu sem öryggisverðir við landamærin. 

Þeir höfðu hvorki tengsl við ísraelsku lögregluna né ísraelska herinn að sögn yfirvalda í Ísrael. 

Samkvæmt heimildarmanni BBC voru hið minnsta 24 vörubílstjórar á leið yfir landamærin frá Jórdaníu teknir í yfirheyrslu af ísraelska hernum eftir árásina. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert