Klasasprengur drepið eða sært yfir 1.000

Úkraínskir sprengjusérfræðingar halda á broti úr klasasprengju sem Rússar skutu …
Úkraínskir sprengjusérfræðingar halda á broti úr klasasprengju sem Rússar skutu á bæinn Derhachi í Karkív-héraði. AFP/Sergei Bobok

Yfir eitt þúsund manns hafa verið drepnir eða hafa særst af völdum klasasprengja í Úkraínu síðan Rússar réðust inn í landið.

Samtök sem berjast gegn sprengjunum greindu frá þessu í árlegri skýrslu.

Síðan Rússar réðust inn í Úkraínu í febrúar 2022 hafa Úkraínumenn skráð flestar sprengjur af þessum toga í heiminum á ári hverju, segir í skýrslunni.

Fram kemur að klasasprengjur hafi verið notaðar í Úkraínu bæði af heimamönnum og Rússum. Flest dauðsföll af völdum þeirra urðu árið 2022.

Hægt er að varpa klasasprengjum úr flugvélum eða skjóta þeim á jörðu niðri. Þær springa í loftinu og dreifast sprengjubrotin úr þeim á stórt svæði.

Langvarandi ógn stafar af þeim vegna þess að margar ná þær ekki að springa og má því líkja þeim við jarðsprengjur sem geta sprungið næstu árin á eftir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert