Kona drepin nálægt Moskvu í árás Úkraínu

Hér má sjá skemmdir sem urðu á fjölbýlishúsi.
Hér má sjá skemmdir sem urðu á fjölbýlishúsi. AFP/Tatyana Makeyeva

Ein kona lést og þrír slösuðust í nágrenni Moskvu, höfuðborg Rússlands, í drónaárás Úkraínumanna, að sögn rússneskra stjórnvalda. Um er að ræða fyrsta mannfallið nálægt borginni frá upphafi innrásarstríðsins.

Í árásinni í nótt var 144 drónum flogið yfir rússnesk landamæri sem olli truflunum á flugvöllum í Moskvu.

Konan sem lést var 46 ára gömul.

Skemmdir á fjölbýlishúsi

Drónar hafa margoft verið notaðir til árása á Moskvu og nágrenni frá því að Rússar hófu innrás í Úkraínu árið 2022.

Fregnir sem bárust upphaflega um að níu ára drengur hefði látist í árásinni í nótt eru enn ekki staðfestar að sögn héraðsstjóra Moskvu, Andrei Voróbjov.

Í bænum Ramenskoj, þar sem konan lést, tóku blaðamenn AFP-fréttaveitunnar eftir mikilli eyðileggingu á fjölbýlishúsi sem virðist hafa verið hæft.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert