Upptaka: Trump og Harris mætast í kappræðum

Trump og Harris mætast í nótt.
Trump og Harris mætast í nótt. AFP

Donald Trump og Kamala Harris mætast í sínum fyrstu og mögulega einu kappræðum í nótt.

Kappræðurnar hefjast klukkan eitt í nótt á íslenskum tíma en þær eru í umsjá ABC News.

Kosið verður um næsta forseta Bandaríkjanna þann 5. nóvember. Ekki er búið að semja um aðrar kappræður og er þetta mögulega eina tækifæri kjósenda til að sjá frambjóðendurna mætast.

90 mínútna kappræður

Kappræðurnar munu standa yfir í 90 mínútur og verða tvö auglýsingahlé.

ABC hefur ekki gefið út hvaða mál frambjóðendurnir verða spurðir um, en ætla má að það verði farið yfir efnahagsmál, útlendingamál, aðgengi kvenna að þungunarrofi, utanríkismál og jafnvel framgöngu Trumps í kjölfar þess að hann tapaði síðustu forsetakosningum.

Hér má fylgjast með kappræðunum:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka