Fá engar eldflaugar frá Þjóðverjum

Olaf Scholz á blaðamannafundi í morgun.
Olaf Scholz á blaðamannafundi í morgun. AFP/Tobias Schwarz

Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, ítrekaði í dag ákvörðun stjórnvalda í landinu um að útvega Úkraínumönnum ekki langdrægar eldflaugar.

„Þýskaland hefur tekið skýra afstöðu um hvað við viljum gera og hvað við viljum ekki gera. Þessi ákvörðun mun ekki breytast,“ sagði Scholz er hann var spurður út í málið á blaðamannafundi.

Leiðtogar Bandaríkjanna og Bretlands ætluðu að ræða saman í Washington í dag um hvort leyfa skuli Úkraínumönnum að skjóta langdrægum eldflaugum frá þeim inn í Rússland. Rússar hafa að vonum tekið illa í hugmyndina.

Þjóðverjar hafa ítrekað neitað því að senda Úkraínumönnum langdrægar Taurus-eldflaugar af ótta við stigmögnun átaka.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka