Örninn hafði reynt að fljúga á brott með önnur börn

Talið er að örninn hafi alist upp í haldi manna.
Talið er að örninn hafi alist upp í haldi manna. Wikipedia-Tony Hisgett

Örn sem reyndi að fljúga á brott með 20 mánaða gamla norska stúlku fyrr í vikunni var skotinn til bana eftir tilræðið. Norskir fjölmiðlar hafa nýlega greint frá atvikum sem svipuðu til þessara í mismunandi hlutum Noregs. 

Um er að ræða gullörn. 

Norska umhverfisstofnunin hafði fengið þrjár tilkynningar um svipuð atvik og gera þau ráð fyrir að um einn og sama örninn sé að ræða. Enginn hlaut alvarlegan skaða af erninum.

Líklega alinn upp í haldi manna

„Átökin á milli arnarins og mannfólksins sem við höfum séð undanfarnar vikur eru algjörlega einstök. Við vitum ekki um nein sambærileg atvik, hvorki í Noregi né á alþjóðavettvangi. Örninn sem var nú drepinn sýndi mjög óeðlilega hegðun og var ekki hræddur við menn,“ er haft eftir Susanne Hanssen, ráðgjafa hjá norsku umhverfisstofnuninni.

Hanssen telur líklegt að örninn hafi alist upp í haldi manna.

„Við höfum ekki aðrar kenningar sem útskýra óeðlilega hegðun arnarins.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert