Tveir ákærðir vegna stuldar á listaverki Banksy

Verkið er metið á milljónir punda.
Verkið er metið á milljónir punda. AFP

Lögreglan í Lundúnum hefur ákært tvo menn sem sakaðir eru um að hafa brotist inn á listasafn og stolið Banksy-listaverki síðustu helgi.

Listaverk huldumannsins Banksy, Stúlka með blöðru, var það eina sem hvarf í innbrotinu sem var framið á sunnudaginn var, klukkan 11 að kvöldi til.

Lögreglan er búin að hafa upp á listaverkinu sem er metið á milljónir punda.

Mennirnir tveir, Larry Fraser og James Love, voru ákærðir fyrir að hafa brotist inn í byggingu sem var ekki heimahús. Þeir mættu fyrir dóm í gær og eiga næst að mæta fyrir dóm 9. október.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert