Sextán manns fórust og um 40 til viðbótar slösuðust þegar eldsneytisflutningabíll sprakk í suðvesturhluta Haítí.
Að sögn vitna varð sprengingin þegar fórnarlömbin voru að reyna að ná sér í eldsneyti sem lak úr bílnum.
Þeir sem slösuðust voru fluttir á sjúkrahús heilagrar Teresu í hafnarborginni Miragoane, um 100 kílómetrum vestur af höfuðborginni Port-au-Prince.
Garry Conille, bráðabirgðaforsætisráðherra Haíti, boðaði til neyðarfundar hjá ríkisstjórninni til að takast á við harmleikinn.