Átta manns létu lífið á Ermarsundi í nótt, en yfirfullum bát hvolfdi á leið sinni frá Frakklandi til Englands, að sögn yfirvalda í Frakklandi.
Alls hafa því 46 látið lífið á þessari leið á þessu ári. Alls létust 12 manns á síðasta ári.
Heimildarmaður AFP-fréttastofunnar innan lögreglunnar segir að slysið hafi orðið skömmu eftir að báturinn lagði frá landi undan ströndum bæjarins Ambleteuse í norðurhluta landsins.
Um borð voru 59 manns frá Erítreu, Súdan, Sýrlandi, Afganistan, Egyptalandi og Íran.
Sex voru flutt á sjúkrahús, þar á meðal 10 mánaða gamalt barn með ofkælingu.
Stjórnvöld í Frakklandi og Bretlandi hafa árum saman reynt að stöðva straum innflytjenda þeirra á milli.
Innflytjendur hafa borgað smyglurum þúsundir evra til þess að komast á troðnum bátum yfir sundið.