Fjögur namibísk börn á aldrinum þriggja til sex ára létust eftir að þau festust inni í frystiklefa þegar þau voru í feluleik í norðausturhluta Namibíu í dag.
Frystirinn var læstur að utanverðu og því ekki hægt að opna hann innan frá. Börnin voru föst í frystiklefanum í um einn og hálfan tíma, en þau köfnuðu til bana.
Tvö barnanna fundust látin í frystinum en önnur tvö meðvitundarlaus. Þau voru hins vegar úrskurðuð látin við komuna á sjúkrahús.
Móðir eins drengsins kom að börnunum en hún hafði farið að leita að honum þegar hann svaraði henni ekki.