Högg fyrir Harris

Ólíkt demókrötum urðu repúblikanar við beiðni Teamster-formannsins um að fá …
Ólíkt demókrötum urðu repúblikanar við beiðni Teamster-formannsins um að fá að flytja ræðu á landsfundi. Nú súpa demókratar seyðið af því, þar sem 1,3 milljóna manna verkalýðsfélag - sem hefur margoft áður stutt við Demókrata - neitar að taka afstöðu í komandi kosningum. AFP

Eitt stærsta verkalýðsfélag Bandaríkjanna segist ekki ætla að taka afstöðu í komandi forsetakosningunum vestanhafs, ólíkt því sem hefur gerst í síðustu kosningum. Verkalýðsfélagið er afar sundrað fyrir vikið.

Teamster-félagið, sem er með um 1,3 milljónir félagsmanna, sagði í yfirlýsingu í dag að það hygðist ekki taka afstöðu með forsetaframbjóðanda.

Bandaríska stórblaðið New York Times greinir frá. 

Þetta ber að líta sem högg fyrir Harris-framboðið en hingað til hefur Kamala Harris varaforseti hlotið stuðning frá flestum stærri verkalýðsfélögum í Bandaríkjunum.

Plan Trumps að virka

Þó yfirlýsing Teamster-félagsins sé fjarri því að vera stuðningsyfirlýsing við Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, er yfirlýsingin talin merki um að tilraunir Trumps um að reyna að vinna formann félagsins yfir á sitt band hafi tekist að einhverju leyti.

Trump hefur nefnilega að undanförnu sóst eftir hylli Seans O’Brien, formanns Teamster-félagsins, með því að bjóða honum á einkaklúbba og jafnvel heim til sín í Mar-a-Lago. Þá uppfyllti Trump einnig ósk O’Briens um að fá að tala á landsfundi repúblikana í júlí.

Landsfundur demókrata synjaði hins vegar beiðni verkalýðsleiðtogans um ræðu, en sá fundur var haldinn eftir að O'Brien hafði ávarpað repúblikana.

Kredduleysi O’Brien gagnvart Trump hefur þó skapað sundrung innan verkalýðsfélagsins, þar sem en Trump hefur m.a. skipað menn sem tala gegn hagsmunum verkamanna í banda­ríska vinnu­málaráðsins (NLRB).

Þá hrósaði Trump auðkýfingnum Elon Musk nýlega fyrir að segjast vilja reka verkamenn sem fara í verkfall.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert