Tvö börn á meðal 12 látinna

Tólf eru látnir í Líbanon, þar af tvö börn, eftir að símboðar liðsmanna Hisbollah-samtakanna sprungu í gær.

Heilbrigðisráðherra landsins greindi frá þessu.

Mörg hundruð þráðlausra símboða sprungu samtímis víðs vegar um Líbanon í gær, nokkrum klukkustundum eftir að Ísrael sagðist ætla að auka umfang stríðsins á Gasasvæðinu með því að láta baráttuna gegn Hisbollah, samherja Hamas-samtakanna, verða hluta af því.

Ísraelar hafa enn ekki tjáð sig um árásirnar í gær.

Að sögn Firass Biad, heilbrigðisráðherra Líbanons, særðust á bilinu 2.750 til 2.800 manns í árásunum. Áður hafði verið greint frá því að níu hefðu látist, þar af eitt barn. 

Ættingjar syrgja Fatima Abdallah, tíu ára stúlku, sem lést í …
Ættingjar syrgja Fatima Abdallah, tíu ára stúlku, sem lést í gær eftir að símboðarnir sprungu. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka