Dómari í Brasilíu hefur tilskipað að samfélagsmiðillinn X, áður þekktur sem Twitter, skuli loka fyrir aðgengi í landinu eftir að opnað var fyrir miðilinn á ný á miðvikudaginn.
Upphaflega var lokað fyrir aðgang Brasilíumanna að X fyrir um mánuði síðan eftir að bann miðilsins var fært í lög sem liður í aðgerðum gegn upplýsingaóreiðu.
Var það í kjölfar þess að Elon Musk, auðkýfingur og eigandi X, neitaði að fjarlægja tugi hægrisinnaðra reikninga á miðlinum sem eru sagðir dreifa falsfréttum.
Lokun X hefur vakið miklar umræður um tjáningarfrelsi og valdheimildir stjórnvalda er varða innlenda og erlenda samfélagsmiðla.
Talsmenn X segja opnunina hafa verið „óviljandi og tímabundna“ en stjórnvöld hafa sakað fyrirtækið um að hafa brotið gegn banninu viljandi.
Hefur dómarinn tilskipað að miðillinn skuli greiða 900 þúsund bandaríkjadali, eða rúmar 12,2 milljónir króna, í sekt fyrir hvern dag sem miðillinn er opinn almenningi í Brasilíu.
X er með rúmlega 22 þúsund notendur í Brasilíu.