Finnsk og sænsk stjórnvöld munu ekki taka á móti sjúklingum frá Gasa þrátt fyrir beiðni um slíkt frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB).
Finnski ríkismiðillinn YLE greinir frá.
Félags- og heilbrigðisráðuneyti Finnlands segir að ákvörðun hafi verið tekin um að taka ekki á móti særðum frá Gasa vegna þess að Finnland hafi hvorki burði né bolmagn til þess.
Finnland mun þess í stað að einbeita sér að því að hjálpa Úkraínumönnum, að er kemur fram í frétt YLE.
Sænsk stjórnvöld hafa hafnað því að taka á móti sjúklingum frá Gasa en munu þess í stað veita áframhaldandi mannúðarstuðning.
Framkvæmdastjórn bað í maí aðildarríki um að taka á móti særðu fólki frá Gasa. Af 27 aðildarríkjum hafa sjö ESB-lönd tilkynnt að þau muni taka við sjúklingum þaðan.
Eru það Spánn, Belgía, Ítalía, Lúxemborg, Malta, Rúmenía og Slóvakía. Noregur hefur einnig skuldbundið sig til að taka við 20 sjúklingum.