Finnar og Svíar taka ekki á móti særðum frá Gasa

Forsætisráðherra Finnlands, Petteri Orpo, og forsætisráðherra Svíþjóðar, Ulf Kristersson.
Forsætisráðherra Finnlands, Petteri Orpo, og forsætisráðherra Svíþjóðar, Ulf Kristersson. AFP/TT/Jessica Gow

Finnsk og sænsk stjórnvöld munu ekki taka á móti sjúklingum frá Gasa þrátt fyrir beiðni um slíkt frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB).

Finnski ríkismiðillinn YLE greinir frá.

Félags- og heilbrigðisráðuneyti Finnlands segir að ákvörðun hafi verið tekin um að taka ekki á móti særðum frá Gasa vegna þess að Finnland hafi hvorki burði né bolmagn til þess.

Finnland mun þess í stað að einbeita sér að því að hjálpa Úkraínumönnum, að er kemur fram í frétt YLE.

Flest ríki ESB ekki samþykkt beiðnina

Sænsk stjórnvöld hafa hafnað því að taka á móti sjúklingum frá Gasa en munu þess í stað veita áframhaldandi mannúðarstuðning.

Framkvæmdastjórn bað í maí aðildarríki um að taka á móti særðu fólki frá Gasa. Af 27 aðildarríkjum hafa sjö ESB-lönd tilkynnt að þau muni taka við sjúklingum þaðan. 

Eru það Spánn, Belgía, Ítalía, Lúxemborg, Malta, Rúmenía og Slóvakía. Noregur hefur einnig skuldbundið sig til að taka við 20 sjúklingum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert