Bráðnun jökla breytir landamærum Sviss og Ítalíu

Fjallið Matterhorn í Ölpunum sem er á mörkum Sviss og …
Fjallið Matterhorn í Ölpunum sem er á mörkum Sviss og Ítalíu. Ljósmynd/Colourbox

Bráðnun jökla í Ölpunum hefur orðið til þess að stjórnvöld í Sviss og á Ítalíu hafa neyðst til að gera breytingar á landamærum ríkjanna á þessu svæði. 

Hluti svæðisins er fyrir neðan fjallið Matterhorn, sem er eitt af hæstu fjöllum Evrópu, og við nokkur vinsæl skíðasvæði. 

Fram kemur í umfjöllun á vef breska ríkisútvarpsins, að jöklar, eða svæði sem eru ávallt umlukin snjó, ákvarði stór landsvæði við landamæri ríkjanna. Bráðnun jökla af völdum loftslagsbreytinga hefur þó leitt til þessarar stöðu þar sem Sviss og Ítalía hafa þurft að endurstaðsetja landamærin. 

Stjórnvöld í Sviss samþykktu nýtt samkomulag um breytingar á föstudag. Ítölsk yfirvöld eiga aftur á móti eftir að gera slíkt hið sama. 

Þetta byggir á samkomulagi sem var dregið upp í maí 2023 af sameiginlegri nefnd sem Ítalir og Svisslendingar áttu sæti í. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka