Ísraelsher gerir loftárásir á Beirút

Frá árás Ísraelsher á Beirút í Líbanon á mánudag. Herinn …
Frá árás Ísraelsher á Beirút í Líbanon á mánudag. Herinn gerði einnig loftárás á borgina í kvöld. AFP/Fadel Itani

Ísraelski herinn hóf í kvöld loftárás á Beirút, höfuðborg Líbanons. Sveitir ísraelska hersins fóru inn fyrir landamæri Líbanons á mánudag. 

Herinn hvatti íbúa úthverfanna til að rýma svæðið áður en hann lét til skarar skríða. 

AFP greinir svo frá að tvær loftárásir hafi verið gerðar hið minnsta og að sprengingar hafi heyrst í úthverfum borgarinnar. 

Ísraelsher hefur ítrekað varpað sprengjum á Beirút undanfarna vikuna og eru skotmörkin, að sögn hersins, liðsmenn Hisbollah-samtakanna. Leiðtogi Hisbollah, Hassan Nasrallah, var drepinn í árás á föstudag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert