13 látnir á Flórída

Þessi mynd var tekin í Siesta Key og sýnir vatnselginn …
Þessi mynd var tekin í Siesta Key og sýnir vatnselginn sem fylgdi hamförunum. AFP/Khanna

Tala látinna í hamförunum í Flórídaríki í Bandaríkjunum er nú þrettán eftir því sem næst verður komist. 

Fellibylurinn Milton reið yfir með miklum látum eins og fram hefur komið. Að minnsta kosti 13 eru látnir samkvæmt upplýsingum frá yfirvöldum í borgum og bæjum á Flórída.

Óttast er að fleiri hafi látið lífið í hamförunum en í aðdragandanum fóru fram rýmingar í stórum stíl, sérstaklega á svæðinu við og nærri Tampa-flóanum. 

Um þrjár milljónir manna eru enn án rafmagns vegna Miltons. Eru um 500 þúsund þeirra í borginni Tampa en einnig eru yfir 400 þúsund í rafmagnsleysi í Clearwater og St. Petersburg. 

Bifreið sem fór á hliðina í látunum á Palm Beach.
Bifreið sem fór á hliðina í látunum á Palm Beach. AFP/Martinez
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert