Hundruðum flugferða aflýst

Fellibylurinn Milton, sem skall á Flórída í nótt að íslenskum tíma, hefur haft mikil áhrif á flugumferð.

Tölur frá FlightAware sýna að 447 flugferðum til Orlando hefur verið aflýst, 218 til Tampa og 92 til Southwest Florida International.

Flugvöllurinn í Tampa hefur verið lokaður síðan á þriðjudagsmorgun en flugvellinum Orlando og vellinum á Palm Beach var lokað í gær.

Frá Fort Myers í Flórída.
Frá Fort Myers í Flórída. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert