Þjarma að borginni Pokrovsk

Yfirgefið leiksvæði í úkraínsku borginni Pokrovsk.
Yfirgefið leiksvæði í úkraínsku borginni Pokrovsk. AFP

Rússar hafa tekið yfir úkraínska þorpið Mykhailivka og nálgast nú borgina Pokrovsk en þangað hafa hersveitir Rússlands stefnt í langan tíma.

Hefur varnamálaráðuneyti Rússlands gefið það út að rússneskar hersveitir hafi tekið yfir þorpið, sem er rétt utan bæjarins Selydove sem hefur séð marga íbúa sína flýja vegna stanslausra skotárása og skemmda.

Rússneskar hersveitir hafa að undanförnu verið að færa sig meira til vesturs í Donetsk-héraði í Úkraínu og hafa yfirvöld í Kænugarði sagt ástandið vera virkilega slæmt.

Með því að hafa tekið yfir þorpið nálgast nú Rússland markmið sitt sem er að ná yfir borgina Pokrovsk. Borgin hýsti um 60.000 manns áður en Rússland hóf árás í Úkraínu en hafa margir íbúar yfirgefið borgina eftir innrás Rússlands. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka