Leit stendur yfir af manni sem flúði af vettvangi þegar lögreglan stöðvaði hann á lestarstöð í Berlín. Maðurinn skildi eftir sig bakpoka með sprengiefnum.
Lögregluþjónar nálguðust manninn á lestarstöðinni um klukkan 15.30 að þýskum tíma í gær, eða klukkan 14.30 að íslenskum tíma.
„Maðurinn flúði og skildi eftir sig bakpoka og í honum fann lögreglan sprengiefni,“ sagði lögreglan á X.
Farið var með bakpokann í nærliggjandi almenningsgarð þar sem sprengjan var sprengd í vernduðu umhverfi án þess að nokkrum stafaði af því hætta, sagði lögreglan einnig.
Ekki er ljóst hvað manninum gekk til með sprengjunni.