Börn særðust í loftárás þar sem bólusetning fór fram

Palestínsk börn bíða eftir seinni skammti af bóluefni fyrir mænusótt …
Palestínsk börn bíða eftir seinni skammti af bóluefni fyrir mænusótt fyrir utan Abdel Aziz Rantissi-spítalann í Gasaborg í dag. AFP/Omar al-Qattaa

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) segir að fjögur börn hefðu verið meðal sex einstaklinga sem særðust í loftárás á heilsugæslustöð í norðurhluta Gasa í dag þar sem bólusetningar við mænusótt eru um þessar mundir framkvæmdar.

WHO hóf í dag að nýju aðra bólusetningarlotu í norðurhluta Gasa eftir að hafa neyðst til að fresta henni vegna sprengjuárása Ísraela.

Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri WHO.
Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri WHO. AFP

Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri WHO, segir að heilsugæslan sé á svæði þar sem samþykkt hafi verið að gera mannúðarhlé í stríðinu til að geta bólusett fólk.

Hann gaf ekki upp hver hafi staðið að árásinni en Ísraelar hafna ásökunum um að dróni frá þeim hafi skotið flugskeytum á heilsugæsluna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert