Morðrannsókn hafin eftir að kona fannst látin í Lundi

Sænska lögreglan.
Sænska lögreglan. mbl.is/Gunnlaugur

Kona á fimmtugsaldri fannst látin í íbúð á Linero svæðinu í Lundi í Svíþjóð í morgun. Áverkar á líki konunnar benda til þess að hún hafi verið beitt ofbeldi og hefur lögreglan hafið morðrannsókn.

Í frétt á vef sænska ríkisútvarpsins fékk lögreglan tilkynningu um atvikið klukkan 11.15. Að sögn lögreglu átti glæpurinn líklega sér stað skömmu áður en lögregla kom á vettvang.

„Hún er með slíka áverka að okkur grunar að hún hafi verið fórnarlamb glæps“, segir Evelina Olsson, talsmaður lögreglunnar.

Aðstandendur konunnar hafa verið látnir vita og hefur lögreglan hafið frumrannsókn á morðinu. Enginn er grunaður eins og er.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka