Lögreglan í Þýskalandi fann lík tveggja stúlkna og móður þeirra í íbúð á Ludwig-Renn-Strasse í Berlín í dag.
Samkvæmt upplýsingum þýska fjölmiðilsins Bild er konan 31 árs gömul og stúlkurnar fimm og sex ára. Þær bjuggu í fjögurra herbergja íbúð á annarri hæð í fjölbýlishúsi.
Sambýlismaður konunnar er sagður vera á flótta.