Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara

Vegfarendur á ferðinni við plakat með mynd af Samuel Paty.
Vegfarendur á ferðinni við plakat með mynd af Samuel Paty. AFP/Thomas Coex

Réttarhöld hófust í morgun í Frakklandi yfir átta manns sem eru ákærð fyrir hatursorðræðu sem leiddi til þess að átján ára róttækur íslamisti afhöfðaði kennarann Samuel Paty skammt frá París árið 2020.

Sjö karlmenn og ein kona mæta í dómsalinn en réttarhöldin eiga að standa yfir þangað til í desember.

Morðið á hinum 47 ára Paty, sem var sögu- og landafræðikennari, vakti mikla hneykslan í Frakklandi.

Ouadie Elhamamouchi, einn af verjendunum í málinu ræðir við fjölmðila.
Ouadie Elhamamouchi, einn af verjendunum í málinu ræðir við fjölmðila. AFP/Stephane De Sakutin

Morðinginn, Abdoullakh Anzorov, sem var frá Tjétjéníu en hafði sótt um hæli í Frakklandi, var sjálfur drepinn af lögreglunni stuttu eftir morðið.

Frönsk stjórnvöld líta á Paty, sem hafði sýnt nemendum sínum skopmyndir af spámanninum Múhameð úr tímaritinu Charlie Hebdo, sem hetju þegar kemur að tjáningarfrelsi. Ákveðið hefur verið að nefna skólann þar sem hann kenndi eftir honum.

Fjölmiðlar bíða fyrir utan réttarsalinn.
Fjölmiðlar bíða fyrir utan réttarsalinn. AFP/Stephane De Sakutin

Sex af sakborningunum átta eru sakaðir um þátttöku í hryðjuverki og gætu átt yfir höfði sér allt að 30 ára fangelsi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert